Bakaðir tómatar

Kummin og klettasalat

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 8-10 íslenskir tómatar

  • 1 tsk kummin (cumin)

  • 1 tsk sykur

  • Nýmalaður pipar

  • Salt

  • 6 msk ólífuolía

  • 1 poki salatblanda, t.d. íslenskt klettasalat

  • Parmesanostur (biti)

Leiðbeiningar:

Ofninn hitaður í 220°C.

Tómatarnir skornir í helminga og raðað í eldfast fat með skurðflötinn upp.

Kryddaðir með kummini, sykri, pipar og salti. Settir í ofninn og bakaðir í um 45 mínútur.

Þá er olíunni dreypt jafnt yfir þá og þeir bakaðir í 10-15 mínútur í viðbót.

Látnir kólna þar til þeir eru volgir. Salatblandan sett í skál eða á fat, tómötunum blandað saman við og olíunni úr mótinu hellt yfir.

Nokkrar flögur skornar af parmesanosti og dreift yfir.