Bættar matarvenjur
Stórt skref í átt að því að bæta matarvenjur þínar er að læra að þekkja innihaldslýsingar á matvörum og vita þá hvað þú ert í raun að borða.
Skoðaðu innihaldslýsingu á þeirri matvöru sem þú kaupir og þá sérstaklega með tilliti til sykur-, fitu- og saltinnihalds vörunnar
Þegar maður byrjar að skoða innihaldslýsingarnar þá kemur það oft á óvart hvað varan inniheldur. Kexið sem þú hélst að væri sykurlaust er pakkað af sykri, þrátt fyrir að það sé ekkert súkkulaðikrem á því!
Að skoða innihaldslýsingu tekur stutta stund og er það stórt skref í átt að betri matarvenjum.
Hér er lítil tafla sem gott er að styðjast við varðandi innihald vörunnar. Hvað er lítið og hvað er mikið.
Í 100 grömmum af fæðutegund:
Mikið er þetta magn eða meira
|
|
Lítið
er þetta magn eða minna
|
10g af sykri
|
2g af sykri
|
20g af fitu
|
3g af fitu
|
5g af mettaðri fitu
|
1g af mettaðri fitu
|
3g af trefjum
|
0.5g af trefjum
|
0.5g af natríum (salti)
|
0.1g af natríum (salti)
|
Höf:
Alma María Rögnvaldsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Til baka
Senda á vin