Vallakot
Indíana og Ingólfur
Í Reykjadal í Þingeyjarsveit, ræktar stórfjölskyldan í Vallakoti grænmeti á þremur hekturum lands við bæinn. Þau; Þórsteinn Rúnar Þórsteinsson og Jóhanna Magnea Stefánsdóttir og börn þeirra ásamt mökum, Indíana Þórsteinsdóttir og Ingólfur Örn Kristjánsson, Arnþór Þórsteinsson og Aldey Unnar Traustadóttir.-
Jóhanna Magnea hafði lengi ræktað grænmeti til heimabrúks og Arnþór átti sér draum um að rækta rauðrófur og þegar Indíana dóttir þeirra og Ingólfur maður hennar, fluttu heim frá Noregi árið 2022 var ákveðið að hefja grænmetisrækt fyrir alvöru.
Eftir að hafa verið með kúabú til margra ára var hluta beitilandsins breytt í grænmetisakra og á þeim skyldi ræktað spergilkál, blómkál og grænkál. Auk þess sem draumur Arnþórs um rauðrófur rættist. Ári seinna var níu tegundum plantað. Áfram var spergil-, blóm-og grænkál í forgrunni en nú ásamt; gul- og rauðrófum, selleríi, hvít-, rauð- og hnúðkáli.
Fjölskyldan sem var vanari nautgriparækt og ræktun á grængresi fyrir kýr og fé fremur en grænmeti hefur fengið góða aðstoð við að komast að fullu inn í heim grænmetisræktunarinnar. Allt frá tengdum stofnunum yfir í aðra grænmetisbændur sem hafa veitt góð ráð og aðstoð við að þróa grænmetisrækt að Vallakoti.
Til að byrja með var grænmeti ræktað á einum hektara. En strax sumarið 2023 var fjölskyldan byrjuð að rækta grænmeti við bestu aðstæður á norðurlandi á þremur hektörum lands.