Brúnalaug

Anna og Gísli

Garðyrkja hófst í Brúnalaug árið 1936.
Árið 1986, keyptu hjónin Anna Sigríður Pétursdóttir og Gísli Hallgrímsson jörðina Brúnalaug í Eyjafirði og fluttu þangað búferlum frá Akureyri. 

Gróðrarstöðin var upphaflega stofnuð af Kaupfélagi Eyfirðinga, KEA, í seinna stríðinu. Þá voru paprikurnar ekki almennt þekktar hér á landi og uppistaða ræktunar voru matjurtir, rótargrænmeti, tómatar og gúrkur.

Í Brúnalaug rækta þau papriku allan ársins hring og er uppskeran um 24 tonn á ári. Yfir sumartímann rækta þau rétt um 2 tonn af gúrkum. Grænmetið er ræktað í eyfirskri mold og uppskeran varin með lífrænum vörnum. Einu sinni á ári eru húsin sótthreinsuð og nýjum plöntum sem ræktaðar hafa verið frá fræi í Brúnalaug komið fyrir. 

Síðustu árin hafa Anna og Gísli rekið gistiheimili meðfram ræktuninni. Grænmetið er þó enn uppistaðan í rekstrinum, rétt eins og hefur verið alla tíð í Brúnalaug.

Staðsetning: Eyjafjörður
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur