Sveinn

Garðyrkjustöðin Varmaland í Borgarfirði var byggð árið 1938 á landi sem sem áður tilkeyrði Reykholti  og er því með elstu garðyrkjustöðvum á landinu. Sveinn Björnsson sem nú  rekur garðyrkjustöðina ólst upp á Varmalandi. Sveinn hóf rekstur garðyrkjustöðvar á Varmalandi árið 1964. Rekstur hans varð umfangsmeiri þegar hann tók við garðyrkjustöðinni af föður sínum árið 1973.

Ekkert af  upphaflegu gróðurhúsunum sem byggð voru á árunum eftir 1938 stendur enn. Sveinn hóf uppbyggingu og endurnýjun á gróðurhúsum árið 1979.  Þau þekja nú um 2060 fermetra lands. Á Varmalandi eru eingöngu ræktaðir tómatar og er ársframleiðslan um það bil 60 tonn. Tómatarnir eru ræktaðir í jarðvegi, þeim er sáð í desember og eru hafðir undir lýsingu fram í febrúar. Tínslan hefst svo um miðjan apríl og eru tómatarnir tíndir út nóvember. Eftir það er allt hreinsað út úr gróðurhúsunum og þau sótthreinsuð áður en sáð er á ný. Ræktunin í Varmalandi er vistvæn, býflugur sjá um að frjóvga plönturnar og leggur Sveinn áherslu á halda húsunum hreinum og hefur Garðyrkjustöðin Varmaland verið laus við alla óværu síðustu ár.

Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku og þeim pakkað á staðnum. Sendingar fara  tvisvar í viku frá garðyrkjustöðinni til neytenda. Gróðurhúsin eru hituð upp með jarðhita úr borholu sem var tekin í notkun 1974. Garðyrkjustöðin er í nágrenni við tvo sögufræga hveri, Skriflu og Dynk.  Heitt vatn frá hverunum hefur verið nýtt á staðnum öldum saman en við fornleifauppgröft hafa fundist veitustokkar út frá Skriflu sem grafnir voru á miðöldum.

Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Varmaland

Senda ß vin

Loka