Grænkál

Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des
Íslenska grænmetisdagatalið

Grænkál er náskylt öðrum káltegundum, eins og höfuðkáli, rósakáli, blómkáli og spergilkáli en einnig mustarði, piparrót og karsa.

Grænkál myndar ekki höfuð eins og flestar aðrar káltegundir, heldur mjög stór og hrokkin blöð. Það er tvíært, þannig að nái það að lifa af veturinn, myndar það klasa með gulum blómum næsta sumar. Grænkál þrífst einkar vel hér á landi. En hefur jafnframt afar takmarkað geymsluþol.

Grænkál er bragðgott, einkum ef það hefur náð að frjósa, því frostið örvar niðurbrot á mjölva þannig að það verður sætara. Í mörgum löndum er grænkál vinsælt grænmeti og er selt í álíka magni og höfuðkál.

Geymsla

Eins og áður er nefnt geymist grænkál fremur stutt, en þó á að vera hægt að geyma það í viku eða lengur. Geymið það í kæli þar sem hitinn er 0 – 5°C. Best er að geyma það í þeim pakkningum sem það er selt í, oftast plastpoka með loftgötum.  Ef kálið er orðið slappt í kælinum þá er gott að skella því í kalt vatn í smá stund þá sýgur það í  sig raka og verður stökkt á ný.

Notkun

Grænkál hentar vel í allskyns fersk salöt og rétti. Hægt er að sjóða það, steikja á pönnu eða nota í stöppu. Einnig er það mjög gott í alls kyns þeytinga og pressaða safa.

Má frysta grænkál?

Já. Blöðin eru skoluð, skorin niður og stilkarnir fjarlægðir. Síðan er kálið soðið í bullandi vatni í 3 mínútur, því pakkað inn og sett í frysti þegar það hefur kólnað. Við snöggsuðu og frystingu tapast eitthvað af næringarefnum og bragðgæðum, en þar sem grænkál er svo vítamínríkt í byrjun er næringargildi þess enn hátt eftir frystingu.

Hvaða hluta er hægt að borða?

Alla

Innihald í 100 gVatn 85 g
Næringargildi í 100 g
Orka204 kj
49 kcal
Fita1,2 g
Þar af mettuð0,2 g
Kolvetni3,1 g
Þar af sykurtegundir2,1 g
Trefjar4,3 g
Prótein4,3 g
Salt0 g
NV*
A vítamín420 µg15%

* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum

Grænkál er hitaeiningasnautt og góð uppspretta A-, B- og C-vítamína auk kalís, fosfórs og járns. Líkt og hjá öðrum káltegundum eru það grænu blöðin sem eru vítamínríkust þannig að í raun er grænkál betri vítamíngjafi en til dæmis hvítkál. Það er gömul trú að grænkál hafi fyrirbyggjandi áhrif á sjúkdóma, sennilega vegna hins háa C-vítamíns- og steinefnainnihalds.
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur