Tómata marmelaði

Gott á brauðið

Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
  • 10 stk tómatar

  • 2 stk appelsínur

  • 2 stk sítrónur

  • 200 g sykur

  • 4 stk negulnaglar

  • 1 kanilstöng

Leiðbeiningar:

Takið hýðið utan af tómötunum.

Best er að skera í tómatana, dýfa í sjóðandi saltvatn  í 5 sekúndur og setja þá svo í kalt vatn. Þá er hýðið laust á þeim.

Skerið tómatana í bita.

Skrælið appelsínurnar og sítrónurnar og skerið einnig í bita.

Setjið allt hráefnið í pott og sjóðið í ca. 1 klst eða þar til þykkt. Hrærið vel í á meðan.

Fjarlægið negulnaglana og kanilstöngina.