Gratineraðar kartöflur

Meðlæti eða aðalréttur

Höfundur: Kristján Þór

Innihaldslýsing:
  • 1,5 kg kartöflur
  • 30 g smjör
  • 400 ml mjólk
  • 200 ml rjómi
  • 1 stk hvítlaukur, saxaður eða kraminn (má sleppa)
  • Salt, pipar og múskat
Leiðbeiningar:

Hitið ofinn í 190°C.

Smyrjið form með smjöri.

Blandið saman mjólk, rjóma, hvítlauk, salti og pipar í skál. Smakkið til.

Skrælið og sneiðið kartöflurnar.

Setjið kartöflurnar í formið og hellið mjólkinni yfir.

Setjið í miðjan ofn og eldið í ca. 1 klukkustund eða þar til kartöflurnar eru mjúkar.