Gleikjó

Nýtt og spennandi

Höfundur: Ylfa Helgadóttir

Innihaldslýsing:
  • 1 gúrka
  • Allskonar ávextir eftir smekk hvers og eins. Ég notaði ananas, mangó, grænt epli, kantilópu og blóðappelsínu.
  • Tannstönglar
  • Líka sniðugt að nota vatnsmelónu, appelsínu, peru og banana.
Leiðbeiningar:

Gúrka skorin í ca 1 cm þykkar sneiðar. Ef þú átt hringjasett þá er mjög gott að nota það, ef ekki þá er líka hægt að nota mjóa partinn af trekt.

Fyrst er gúrkan skræld, ef vill, líka gaman að hafa hýðið á.

Ávextir sem á að nota eru skornir í ca 1 ½ cm þykkar sneiðar.

Kjarninn er stunginn út úr gúrkunni. Nota sama útstungu hring til að stinga út hringi af ávöxtunum.

Ávaxtahringjunum er því næst þrýst inní gúrkuna og tannstöngull notaður til að festa sleikjóinn saman.

Mjög sniðugt er að skera afskurðina af öllum ávöxtunum í ávaxtasalat!

Svo er bara að passa að borða ekki alla í einu 🙂