Lambakebab

Með salati

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 700 g lamba- eða kindafillet
  • 2 msk pestósósa, græn eða rauð
  • 2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 5 msk ólífuolía
  • Safi úr 1 sítrónu
  • Nýmalaður pipar
  • Salt
  • 500 g konfekttómatar
  • 300 g sveppir
  • 6 pítubrauð
  • Kínakál eða salatblöð
  • 3-4 tómatar, saxaðir
  • ½ gúrka, skorin í teninga
  • Nokkur basilikublöð, söxuð smátt
  • 2 tsk rautt pestó
Leiðbeiningar:

Kjötið skorið í þunnar sneiðar.

Pestósósu, hvítlauk, 2 msk af olíu, sítrónusafa og pipar blandað saman í skál, kjötinu velt upp úr blöndunni og það látið standa í kæli í 1-2 klst.

Þá eru sneiðarnar saltaðar og síðan þræddar upp á teina til skiptis við konfekttómata og sveppi.

Penslað með kryddlegi og látið bíða á meðan grillið er hitað vel (einnig má nota grillpönnu).

Kebab-pinnarnir grillaðir í um 3 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk.

Pítubrauðin pensluð með olíu (eða afganginum af kryddleginum) og grilluð á báðum hliðum þar til þau fara að taka lit.

Pítubrauðin skorin í geira.

Kínakáls- eða salatblöðum dreift á fat.

Tómat- og gúrkubitum blandað saman við afganginn af olíunni (3 msk), basiliku og pestó hellt yfir salatblöðin.

Kebab-pinnunum raðað ofan á.