Gúrkuloni

Með kjúkling og rjómaost

Höfundur: Ylfa Helgadóttir

Innihaldslýsing:
  • 300 g kjúklingur t.d. úrbeinað læri
  • 50 g rjómaostur
  • Ananas – bestur ferskur en dósa ananas virkar fínt líka
  • 1 gúrka
  • 100 g klettasalat
  • Salt og pipar
Leiðbeiningar:

Gúrka skorin í borða. Best að skera gúrkuna í tvennt, leggja einn bitann á brettið og hnífinn upp við og skera þunnan borða líkt og þú værir að flaka gúrkuna. Þetta er þolinmæðisvinna

Kjúklingur skorin í lengjur og eldaður í ofni eða pönnu með smjöri, salti og pipar á 150°C í ca. 15-20 mín eftir hvað bitarnir eru stórir.

Ananas skorin í lengjur og síðan er gúrkuborðin smurður með rjómaosti, og ananas, kjúkling og kletta salati raðað á. Rúllað upp eins og fajitas vefju.