Bßra og Dagur

Bßra og Dagur

Hjónin Dagur Andrésson og Bára Einarsdóttir eiga garðyrkjustöðina Reit á Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal.  Stöðina, sem var stofnuð árið 1978, keyptu þau árið 2005 og hófu ræktun á papriku, en þar hafði einnig verið tómata- og gúrkurækt á árum áður.  Árið 2007 stækkuðu þau stöðina sem nú er 2.300 m2.  Þá hófu þau einnig ræktun í íslenskum vikri í stað jarðvegs.

Í Reit eru framleiddar paprikur frá miðjum apríl fram í byrjun desember en rækunin hefst með sáningu um 10. janúar.  Á uppskerutímanum eru paprikur klipptar af plöntunum tvisvar í viku, þeim pakkað samdægurs og síðan sendar til Sölufélags garðyrkjumanna að morgni næsta dags.

 Lögð er áhersla á lífrænar varnir við ræktunina, auk þess sem býflugur eru notaðar við frævun blómanna sem stuðlar að stærri og safaríkari aldinum. Ársframleiðsla er um 46 tonn og má ætla að það séu um 250 þúsund paprikur.

 Garðyrkjustöðin í Reit er hituð upp með vatni úr Kleppjárnsreykjahver en aðgangur að miklu magni af heitu vatni er frumskilyrði ylræktar af þessu tagi.  Við ræktunina, auk áburðar og hreins vatns, er kolsýra (CO2) skömmtuð inn í gróðurhúsin til að örva aldinframleiðslu plantnanna og má líkja því við kjarnfóðurgjöf hjá mjólkurkúm.  Þetta allt ásamt gnægð sólarljóss og vinnandi handa er efniviðurinn í paprikunum frá Reit sem eru hluti af þeirri litríku flóru sem íslenskt grænmeti er.


Smellið á myndirnar til að stækka þær og skoða betur

Reitur

Senda ß vin

Loka