Klettasalat
Jan
Feb
Mar
Apr
Maí
Jún
Júl
Ágú
Sep
Okt
Nóv
Des

Klettasalat er káltegund sem er ræktuð vegna sérstaks kryddbragðs sem venst mjög vel. Auk þess eru misskert klettasalatblöðin skrautleg og lífga því upp á alla rétti. Klettasalat er frekar viðkvæmt og vandmeðfarið í ræktun.
Geymsla
Klettasalat geymist best í pokanum inn í ísskáp.
Kjörhitastig er 0 – 5 °C
Eftir að pokinn hefur verið opnaður þarf að loka opinu sem best svo rakinn haldist betur inni í pokanum.
Notkun
Klettasalat hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Mjög gott er að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við það og búa þannig til gómsæta máltið. Það hentar einnig vel í alla grænmetisþeytinga.

Innihald í 100 g | Vatn 92 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 143 kj |
34 kcal | |
Fita | 0,66 g |
Þar af mettuð | 0,09 g |
Kolvetni | 3,65 g |
Þar af sykurtegundir | 2,05 g |
Trefjar | 1,6 g |
Prótein | 2,58 g |
Salt | 0,02 g |
NV* | ||
---|---|---|
A vítamín | 119 µg | 15% |
C vítamín | 15 mg | 19% |
Kalíum | 369 mg | 18% |
Kalk | 160 mg | 20% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Bændur
Norður-Hvoll
Vík
Dísukot
Þykkvibær
Flúðajörfi
Flúðir
Böðmóðsstaðir
Bláskógabyggð
Uppskriftavefur
Hollar uppskriftir
Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.