Kastaníusveppir
 
        Geymsla
Allir matarsveppir hafa takmarkað geymsluþol. Langbest er að geyma þá í myrkri við 2°C og mikinn raka. Í mikilli birtu þroskast sveppirnir hraðar og gæðin rýrna fljótt.
Notkun
Sveppi má steikja til að bera fram með ýmsum kjötréttum, einkum þó nautabuffi, svínalundum og svínakjöti. Allir matsveppir eru góðir í súpur og ýmsa pottrétti. Niðurskornir, ferskir sveppir henta vel í salat og pítsur. Einnig er mjög gott að kryddleggja sveppi.
Má frysta sveppi ?
Þar sem verð og framboð sveppa er tiltölulega jafnt allt árið er til lítils að frysta þá; helst er hægt að mæla með því að fólk frysti villta matsveppi sem það hefur sjálft tínt. Sveppir eru hreinsaðir og settir í pott án vatns og látnir malla þar til úr þeim er farið mestallt vatnið; þá eru þeir kældir og settir í frystipoka ásamt soðinu sem myndast við suðuna.
Hvaða hluta er hægt að borða ?
Fjarlægið allar jarðvegsleifar og skolið sveppina snöggt í köldu vatni. Eftir það má borða allt.
 
        | Innihald í 100 g | Vatn 93 g | 
|---|
| Næringargildi í 100 g | |
|---|---|
| Orka | 96 kj | 
| 22 kcal | |
| Fita | 0,3 g | 
| Þar af mettuð | 0,07 g | 
| Kolvetni | 1,9 g | 
| Þar af sykurtegundir | 0,4 g | 
| Trefjar | 1,7 g | 
| Prótein | 2,3 g | 
| Salt | 0,01 g | 
| NV* | ||
|---|---|---|
| Níasín | 5,5 mg | 38% | 
| Kalíum | 321 mg | 16% | 
| Selen | 11 mg | 20% | 
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum