So­i­ rau­kßl

me­ eplum

So­i­ rau­kßl
350 g niðursneitt Íslenskt rauðkál
(1/2 meðalstór haus)
1 epli, grænt
1 rauðlaukur
2 msk. olía
100 ml hindberjasulta (eða önnur sulta)
100 ml epla- eða rauðvínsedik
2 msk púðursykur (meira eftir smekk)
1/4 tsk. kanell (má sleppa)
pipar
salt


Rauðkálið skorið í mjóar ræmur. Eplið flysjað, kjarnhreinsað og skorið í litla bita. Laukurinn saxaður smátt. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútur við fremur vægan hita.

Þá er rauðkáli og epli bætt út í, hrært vel og látið krauma smástund. Sultu, ediki, púðursykri, kanel, pipar og salti hrært saman við og látið malla við hægan hita undir loki í um 45 mínútur.

Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef þarf. Smakkað og e.t.v. bragðbætt með sykri eða ediki eftir smekk.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka