Yfirpúkinn
Með hunangi og vanillu
        Höfundur: Ylfa Helgadóttir
 
            
            Innihaldslýsing:
            
        
        - 
5 dl gúrku safi (ca 2-3 pressaðar gúrkur) 
- 
2,5 dl ferskur sítrónusafi 
- 
1,5 dl hunang 
- 
½ tsk vanilludropar 
            Leiðbeiningar:
            
        
    Hollir og svalandi gúrkuíspinnar með sítrónu, hunangi og vanillu
Öllu blandað saman.
Ef hunangið er kristallað má bræða það upp, annað hvort í potti eða örbylgjuofni. Þá er auðveldara að blanda því við restina af safanum.
Ekki hita gúrkusafann því þá tapast bæði bragð og vítamín.
Setja í íspinnaform og frysta.
Njótið 🙂
Tillaga: Til að gera pinnann grænni og vænni er mjög sniðugt að pressa t.d. 50-100 g spínat og blanda út í.