Smjörsteiktir sveppir
Hvítlaukur og rósmarín
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
Innihaldslýsing:
-
750 g sveppir
-
75 g smjör
-
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
-
Söxuð blöð af 1 rósmaríngrein
-
2-3 timíangreinar eða 1/2 tsk þurrkað timían
-
Nýmalaður pipar
-
Salt
-
steinselja
Leiðbeiningar:
Sveppirnir skornir í helminga eða fjórðunga eftir stærð.
Smjörið brætt á pönnu og sveppirnir látnir krauma í því við rúmlega meðalhita ásamt hvítlauk og kryddjurtum.
Kryddað með pipar og salt eftir smekk.
Þegar sveppirnir eru tilbúnir er hnefafylli af saxaðri steinselju stráð yfir og hrært.