Salat
Með marineruðum sveppum
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
Innihaldslýsing:
- 250 g íslenskir kastaníusveppir eða hefðbundnir
- 2 vorlaukar, saxaðir smátt
- 3-4 msk steinselja, söxuð
- 5-6 basilíkublöð, söxuð
- 1 msk ferskt rósmarín, saxað (nota má ýmsar aðrar kryddjurtir)
- Nýmalaður pipar
- Salt
- 100 ml ólífuolía
- 1/2 sítróna
- 1 gúrka
- 4-5 tómatar, vel þroskaðir
- 1 búnt Grand eða Heiðmerkursalat
Leiðbeiningar:
Sveppirnir skornir í þunnar sneiðar.
Kryddjurtunum blandað saman í skál ásamt pipar og salti.
Olíunni hrært saman við og síðan safanum úr sítrónunni. Sveppirnir settir út í og blandað vel. Látið standa í um hálftíma.
Salatið rifið niður og dreift á fat eða í víða, grunna skál.
Tómatarnir og gúrkan skorið niður í báta og dreift í hring ofan á salatið og síðan er sveppunum ausið í miðjuna.
Kryddleginum sem eftir er í skálinni dreypt yfir.