Rauðkálssalat

Með mandarínum

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 350 g niðursneitt íslenskt rauðkál

  • 4 mandarínur

  • 1/2 rautt epli

  • 25 g pekanhnetukjarnar (eða valhnetukjarnar) grófmuldir

  • 1 msk möndluflögur

  • 4 msk góð ólífuolía

  • 1 msk balsamedik eða rauðvínsedik

  • Nýmalaður pipar

  • Salt

Leiðbeiningar:

Rauðkálið skorið í mjóar ræmur og sett í skál.

Mandarínurnar afhýddar, skipt í geira og þeir e.t.v. skornir í tvennt.

Eplið flysjað, kjarnhreinsað, skorið í litla bita og blandað saman við rauðkál og mandarínur, ásamt hnetum og möndlum.

Olía, edik, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað vel.