Pikklaðir heilsutómatar
Góðir í salatið
Höfundur: Hrefna Sætran

Innihaldslýsing:
- 8 stk heilsutómatar
- 100 ml hrísgrjónaedik
- 50 g púðursykur
- 1 stk laukur
- 1 stk rautt chili
- 1 tsk sinnepsfræ
- 1 tsk svartur pipar
- 1 tsk fennelfræ
Leiðbeiningar:
Skerið tómatana í báta.
Leysið púðursykurinn upp í edikinu.
Saxið laukinn og chilipiparinn, merjið þurrkryddin í morteli og blandið saman við edikið.
Hellið leginum yfir tómatana og leyfið að standa í amk 3 klst (eða eftir smekk, lengur ef þið viljið hafa þá súrari)