Gúrkupastasósa

Engifer og basilika

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 1 íslensk gúrka, lítil
  • 3 íslenskir tómatar
  • 1-2 íslenskar gulrætur
  • Hnefafylli af spínati eða grænkáli
  • 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 3 cm bútur af engifer, saxaður
  • 1/2 knippi íslensk basilika
  • Safi úr 1/2 sítrónu
  • 3 msk ólífuolía
  • Nýmalaður pipar
  • Salt
Leiðbeiningar:

Köld pastasósa sem gott er að skella út á sjóðheitt pasta. Hún geymist í fáeina daga í ísskápnum og svo má líka frysta hana.

Gúrka, tómatar og gulrætur skorið í bita og sett í matvinnsluvél ásamt öllu hinu. Látið ganga þar til allt er orðið að mauki.

Smakkað til með pipar og salti (gott að nota nokkuð mikinn pipar).

Sósan er góð á hvers kyns pasta og það má líka nota hana t.d. með fiski eða kjúklingi.