Fiskisúpa
Með rófum og chili
Höfundur: Helga Mogensen
Innihaldslýsing:
- 500 ml fisksoð
- Gróft salt
- Hvítur pipar
- Chiliduft á hnífsoddi
- 1 tsk karrý
- 1 stk hvítlaukur
- 2 stk laukar
- 3 stk rófur,
- 1 msk dill
- 1 msk steinselja, söxuð
- Vorlaukur smá
- 2 stk lárviðarlauf
Leiðbeiningar:
Hægt að kaupa tilbúinn fljótandi fiskikraft í verslunum. Hlutföll ca. 5 msk í 1 l eða fiskikraft teninga og sjóða í vatni.
Best að byrja á því að mykja laukinn og hvítlaukinn í ólífuolíu ásamt smá salti.
Hræra kryddunum saman við áður en fiskisoðinu og vatni er bætt út í.
Rófurnar skrældar og skornar í litla bita og bætt saman við og látnar sjóða í 15 mín eða þar til þær eru orðnar meyrar.
Lækka undir og þeyta súpuna gróflega með töfrasprotanum eða matvinnsluvél.
Mögulega þarf að bragðbæta súpuna ásamt því að setja örlítið af sítrónusafa til að draga fram ferskleika hennar.
400 g fiskur (þorskur), smátt skorinn og settur út í sjóðandi heita súpuna rétt undir lokin ásamt smátt söxuðu dilli og steinselju.