Blómkál með rúsínum
og furuhnetum
Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir
Innihaldslýsing:
- 6-800 g íslenskt blómkál
- Salt
- 2 msk furuhnetur
- 4 msk ólífuolía
- 1 msk balsamedik
- Nýmalaður pipar
- 6 msk rúsínur
- Nokkur basilíkublöð
Leiðbeiningar:
Blómkálið snyrt, skipt í kvisti og soðið í saltvatni í 4-5 mínútur, eða þar til það er rétt meyrt.
Á meðan eru furuhneturnar ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt farnar að taka lit.
Olía, balsamedik, pipar og svolítið salt þeytt saman í skál og rúsínunum hrært saman við.
Blómkálinu hellt í sigti og látið renna vel af því og síðan er því hvolft í skálina og blandað vel.
Rúsínum og furuhnetum blandað saman við og látið standa smástund.
Að lokum er basilíkunni blandað saman við.
Gott bæði heitt eða kalt, eitt og sér eða sem meðlæti með því sem hugurinn girnist 😉