Þórisholt

Guðni og Ívar

Guðni Einarsson og börn hans Íris og Ívar rækta rófur í Þórisholti í Mýrdal. Með tilkomu Ívars og Írisar inn í ræktunina hafa nú sjö ættliðir lagt stund á búskap í Þórisholti en forfeður þeirra hófu búskap á jörðinni árið 1842. Þeir Guðni og Ívar sinna búskapnum. Eiginkonur þeirra, þær Halla og Kristina, vinna báðar utan heimilis, Íris býr og starfar í Reykjavík en tekur þátt í rekstri og vinnu við búskapinn samhliða því.

Byrjað var að rækta rófur í Þórisholti fyrir 1980 en þar var þá stundaður hefðbundinn búskapur, mjólkur- og kjötframleiðsla. Frá 1995 var rófuframleiðslan orðin nokkuð umfangsmikil en frá árinu 2008 hafa eingöngu verið ræktaðar rófur á jörðinni og er ársframleiðslan allt að 250 tonn.

Bændurnir í Þórisholti hafa látið sérsmíða tæki fyrir rófuvinnsluna. Um er að ræða upptökuvél til að létta þeim störfin á uppskerutímanum en hún hefur verið notuð frá árinu 2004, en ný sjálfkeyrandi vél var tekin í notkun 2020. Þá er einnig sérsmíðuð þvottavél fyrir rófurnar sem og sérstök flæðilína fyrir flokkun og vinnslu.

Uppskerutíminn er frá byrjun ágúst og fram í lok október. Rófurnar eru settar í sérstaka kæligeymslu af fullkomnustu gerð og í þeim haldast rófurnar fyrsta flokks allt árið.

 

Staðsetning: Vík
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur