Teigur

Ingibjörg

Búfræðingurinn Ingibjörg Guðrún Einarsdóttir var í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar með búskap sem taldi bæði kýr og kindur. Skömmu fyrir aldamótin færði hún sig alfarið yfir í gúrkurækt. Þar ræktar hún enn yfir sumartímann í gróðurhúsum á Teigi í Laugarási í Biskupstungunum. 

Ingibjörg sáir fyrir gúrkunum í janúar og þegar plönturnar hafa náð nægum þroska fara þær úr upplýstu uppeldishúsi yfir í aðalgróðurhúsið þar sem sólin sér um lýsinguna. Fyrsta uppskera ársins á Teigi er seinni partinn í mars. Plönturnar halda áfram að gefa af sér þangað til næstu gúrkuplöntur  sem sáð er fyrir um miðjan maí taka við um mitt sumar. Plönturnar gefa af sér uppskeru fram eftir hausti. 

Ingibjörg stendur að mestu leiti ein að ræktuninni og sér líka um að skera gúrkurnar af plöntunum, pakka þeim inn í neytendaumbúðir og senda til kaupenda.

Staðsetning: Laugarás
Uppskriftavefur

Hollar uppskriftir

Í samvinnu við helstu kokka landsins koma reglulega nýjar og hollar uppskriftir á uppskriftarvef Íslenskt.is. Fylgstu með og komdu þér í form.
Uppskriftavefur