Íslensk tómatsúpa

Með timían og rósmarín

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
  • 1 íslensk gulrót (ef til er, annars 1 appelsínugul íslensk paprika, lítil)

  • 1 gul íslensk paprika, lítil

  • 25 g íslenskt smjör

  • 800 g íslenskir tómatar, vel þroskaðir

  • 2 tsk ferskt timían, saxað

  • 1 tsk ferskt rósmarín, saxað

  • Nýmalaður pipar

  • Salt

  • 3/4 ltr vatn

  • 2-3 msk  graslaukur, saxaður

  • Fetaostur

Leiðbeiningar:

Gulrótin og paprikan skornar í litla teninga.

Smjörið brætt í potti og gulrót og paprika látnar krauma í því við fremur vægan hita í nokkrar mínútur.

Tómatarnir saxaðir og settir út í ásamt kryddjurtum, nokkuð miklum pipar og salti. Hitað að suðu og látið malla við lágan hita í 25-30 mínútur.

Þá er súpan smökkuð til og söxuðum graslauk dreift yfir.

Tekin af hitanum og látin standa 1-2 mínútur en síðan borin fram ásamt fetaosti, sem hver og einn setur út í eftir smekk.

Lykilatriði til að súpan verði góð er að tómatarnir séu vel þroskaðir og rauðir og að notaður sé töluvert mikill pipar til að krydda hana.