Heimal÷gu­ tˇmatsˇsa

gˇ­ me­ ÷llu

Heimal÷gu­ tˇmatsˇsa

10 stk tómatar
2 stk laukur
1 msk sinnep
1 msk Worchesershire sósa
150 ml hrísgrjónaedik
100 ml vatn
30 ml sojasósa
100 ml hunang
50 ml hrásykur
Salt og pipar
   


Skerið tómatana og laukinn gróft. Setjið í pott ásamt öllu hinu hráefninu. Sjóðið við vægan hita þar til allt hefur náð að blandast vel saman og er orðið hæfilega þykkt. Maukið í matvinnsluvél og kryddið með salti og pipar. Einnig er hægt að hafa sósuna grófari og þá er bara að sleppa því að mauka hana eða mauka minna.

Höfundur uppskriftar:
Hrefna Sætran

Senda ß vin

Loka