Algjör gúrka
Með humarsalati og kotasælu
Höfundur: Ylfa Helgadóttir

Innihaldslýsing:
-
1 gúrka
-
100 g humar
-
3 msk kotasæla
-
2 msk majónes
-
1-2 msk saxaðar kryddjurtir t.d. kóriander eða graslaukur
-
Hnífsoddur salt og smá pipar
-
Sítrónuraspur af einni sítrónu
Leiðbeiningar:
Gúrkan er skorin langsum og kjarninn hreinsaður út. Best er að nota skeið við það.
Humar er skorin smátt og settur í skál ásamt kotasælu, majones, salti og pipar, kryddjurtum og sítrónuraspi.
Salati er raðað í miðja gúrkuna þar sem kjarninn var áður og gúrkan síðan sett á grillið eða grilluð inní ofni.