Grillað blómkál og spergilkál

alltaf gott saman

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 400 g íslenskt spergilkál
  • 400 g íslenskt blómkál 
  • Salt
  • 4 msk ólífuolía
  • 1 hvítlauksgeiri, pressaður
  • 2 tsk ferskt rósmarín eða 1/2 tsk þurrkað
  • Nýmalaður pipar
Leiðbeiningar:

Spergilkálið og blómkálið snyrt og skipt í kvisti.

Soðið í saltvatni í 3-4 mínútur og síðan látið renna vel af því.

Olía, hvítlaukur, rósmarín, pipar og salt sett í skál og hrært saman.

Spergilkálið og blómkálið sett í skálina og blandað vel. Látið standa nokkra stund og hrært öðru hverju.

Grillið hitað.

Kálið sett í wok-pönnu fyrir grill (með götum), í vírgrind eða á grillbakka úr áli og grillað við góðan hita í nokkrar mínútur, eða þar til það er farið að brúnast og komið grillbragð af því.

Hrært eða snúið nokkrum sinnum á meðan.

Borið fram heitt með grilluðu kjöti, kjúklingi eða fisk.