Grænmetishleifur

Með turmerik og cayennapipar

Höfundur: Helga Mogensen

Innihaldslýsing:
  • 4 msk olía í víðan pott eða góða pönnu
  • 2 stk smátt skorin laukur 
  • 2 stk hvítlaukur smátt skorinn
  • 200 g af blómkáli rifið í vél eða smátt saxað
  • 2 stk kúrbítur smátt skorinn
  • 1 paprika smátt skorin 
  • 200 g ristaðar heslihnetur 
  • 100 g ristaðar jarðhnetur 
  • 100 g haframjöl til að binda saman hleifinn
  • 2 tsk túrmerik 
  • 1 tsk cayennapipar
  • 2 tsk salt
  • ½ tsk pipar
  • 1 dós af góðri tómatasósu
Leiðbeiningar:

Laukurinn og hvítlaukur ásamt kryddum látið malla í olíu við lágan hita þar til að laukurinn er mjúkur. Þá er annað grænmeti sett saman við og blanda vel saman og halda áfram að steikja.

Ristaðu hneturnar í ofni 180°C í nokkrar mín. Kæla niður og mylja í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Blanda þeim saman grænmetishræruna.

Nú er komið að vökvanum, byrjaðu á því að setja saman ½ tómatadós og hræra vel ásamt 50 g af haframjöli. Athuga þykktina, halda áfram að blanda þar til að deigið loðir vel saman. Smakkið á deiginu , mögulega þarf að bæta við smá salti. 

Smyrja kökuform vel að innan eða að klæða með bökunarpappír og fylla formið slá forminu aðeins niður til að þétta . Setja inn í heitan ofninn 160°C og baka í 40-45 mín.  Tilbúið þegar hleifurinn er vel brúnn og þéttur viðkomu. Skreyta fallega með bökuðum eplum og granateplum og njóta með sveppasósu, góðum kartöflum og rauðkáli.