Kolefnisjöfnun
Sölufélag garðyrkjumanna kolefnisjafnar alla flutninga á íslensku grænmeti frá bónda til verslana í samstarfi við Kolvið.
Íslenskt grænmeti er grænt og vænt og ræktað í nærliggjandi sveitum. Þegar kolefnisjöfnun flutninganna bætist ofan á þá verður útlitið jafnvel grænna.
Við höldum sérstakt kolefnisbókhald til að reikna út kolefnisfótspor flutninga frá bændum til verslana. Út frá þeim gögnum látum við planta trjám sem fá að vaxa og binda kolefnin sem losna við flutningana.
Kolviður er kolefnisjöfnunarsjóður lýtur eftirliti ríkisins. Stofnendur sjóðsins eru Skógræktarfélag Íslands og Landvernd.
Sölufélag garðyrkjumanna er stolt af því að taka þátt í þessu lífsnauðsynlega samstarfi.