Grænu sporin
Grænmeti er ein af stórkostlegustu gjöfum náttúrunnar. Sjálfbær ræktun þess og nýting er veigamikill þáttur í því að leysa vandann sem við stöndum frammi fyrir í umhverfismálum.
Grænmeti er mikilvægur partur af heilsusamlegu mataræði. Ótal rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla þess lengir lífið. En til að vernda andrúmsloftið og bæta lífsgæði okkar enn frekar er hollast að kaupa grænmeti úr nærliggjandi sveit, ræktað á sjálfbæran hátt.
Það eru dýrmæt lífsgæði að vita af grænmetisbændum í sveitum landsins sem færa okkur ferskt og gott hráefni. Með því að velja matvæli úr heimabyggð og laga neyslu okkar að hverri árstíð mörkum við græn og frjósöm spor til framtíðar.