Auðlindin – vatnið
Kapphlaupið um lífsgæði hefur leitt mannkynið í ógöngur sem valdið hefur vatnsskorti víða um heim. Það bendir allt til þess að í nánustu framtíð verði vatnið ofar öðrum lífsgæðum.
Íslendingum nægir að skrúfa frá næsta krana til að fá sér kalt og tært drykkjarvatn. Íslenskt grænmeti býr við sömu lífsgæði. Við búum svo vel að hafa gnótt af tæru og hreinu vatni til ræktunar á safaríku fersku grænmeti.
Íslenskir grænmetisbændur eru þegar farnir að nýta vatnið á sjálfbæran hátt. Þótt við höfum greiðan aðgang að vatni þá viljum við ganga vel um auðlindir okkar sem verða verðmætari með hverju ári.
Að þessu leyti stendur SFG fyrir sjálfbærni, framsýni og gæði.