Garðyrkjustöðin Heiðmörk ehf. leitast við að bjóða upp á plastlausar umbúðir, en á sama tíma halda í nauðsynlegan rekjanleika vörunnar og taka þátt í minnkun matarsóunar með minni matarskömmtum sem ættu þó að duga fjölskyldunni. Þetta gerir fyrirtækið með því að bjóða viðskiptavinum upp á salatþrennu í jarðgeranlegum PLA umbúðum.
Salatblöðin eru rifin niður eins heilleg og hægt er hverju sinni og þeim er pakkað strax í umbúðir. Blöðin eru handvalin í öskjurnar og góður hugur fylgir hverri öskju.
PLA öskjurnar innihalda rautt Eikarlauf, Lollo Rosso og Batavía salat og stundum Salanova. Salatið er ríkt af vítamínum, C – vítamíni, Fólasíni sem er B – vítamín og beta- karótíni sem breytist í A- vítamín í líkamanum. Stór hluti þurrefnis í salati er trefjaefni og þá má einnig nefna að í salati eru kalíum og járn. Salat þykir orðinn ómissandi partur af góðri og hollri máltíð.
Salatþrennan geymist mjög vel, að minnsta kosti 15 daga í kæli.
Salatþrennan hentar sem meðlæti með nánast öllum mat. Mjög gott er að bæta öðru grænmeti eða ávöxtum saman við og búa þannig til gómsæta máltið. það hentar líka mjög vel í alla grænmetisþeytinga.
Ætur hluti 100% | |
Innihald í 100 g |
|
Vatn 93,5 g | |
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 1,3 g | Trefjar 1,0 g |
Kolvetni 2.3 g | Fita 0.2 g |
kj 75 | kcal 18 |
Steinefni |
|
Járn 0.65 mg | Kalk53 mg |
Vítamín |
|
A Ret. ein 74,16 µg | B1 0.080 mg |
B2 0.100 mg | Niacin 0.5 mg |
C (askorbínsýra) 4,4mg |