Pastasˇsa

me­ hvÝtlauk og basiliku

Pastasˇsa

Pastasósan er mjög góð ein og sér með pasta. Hún hentar einnig sem grunnur í lasagne eða annan mat sem í eru tómatar. Kryddaðu að vild og þú ert með úrvals grunn í matargerðina :)

Við erum ákaflega stolt að geta boðið upp á tómatvörur úr íslenskum tómötum frá okkar bændum og að hafa náð því að framleiða þessar vörur án allra aukaefna.
Engin bindi-, þykkingar- eða rotvarnarefni eru notaðar í okkar vörur.
Til að ná fram þeirri þykkt sem þarf til að sósan sé fullkomin að okkar mati þá sjóðum við hana einfaldlega lengur.
Mikil ást og alúð er lögð við framleiðsluna á sósunum.

Íslenskir tómataframleiðendur leggja mikinn metnað í sína ræktun og eru meðal þeirra fremstu í heimi í dag hvað varðar árangur í gæðum og bragði.  Okkar góða og hreina íslenska vatn spilar þar stórt hlutverk og svo er notast við lífrænar varnir við ræktunina. 

Við erum glöð að segja frá því að pastasósan fæst í eftirfarandi verslunum:

Bónus, Hagkaup, Hlíðarkaup, Fjarðarkaup, Frú Laugu, Iceland, Kaupfélag Skagfirðinga, Melabúðin, Nóatún, Vöruval.

 

Innihald:

Íslenskir tómatar, laukur, hvítlaukur, salt, paprikuduft, náttúrlegt bragðefni, basil, oregano, repjuolía, cayennpipar.

Í 100g af pastasósu eru notaðir 110g af íslenskum tómötum.

Nettóþyngd: 390g

Geymist við stofuhita en í kæli eftir opnun.

Eftir að krukkan hefur verið tæmd er upplagt að nota hana áfram fyrir heimatilbúin matvæli.

 

Næringartafla

Innihald í 100 g
Orka 138 kj / 33 kkal
Fita 0,8g
  Þar af mettaðar fitusýrur 0,1g
Kolvetni 4,0g
  Þar af sykurtegundir 2,7g (eingöngu náttúruleg sæta sem er í sjálfum tómötunum)
Trefjar 2,4g
Prótein 1,2g
Salt 0,9g

Framleitt af:

Í einum grænum, Brúarvogi 2, 104 Reykjavík
fyrir Sölufélag garðyrkjumanna.
Í einum grænum er dótturfyrirtæki SFG.

Sjá nánar heimasiðu www.ieinumgraenum.is

Senda ß vin

Loka