SŠt paprika GrŠnmetisdagatal - SŠt paprika

Sveet peppers

SŠt paprika

Sér­stök sæt paprika er ræktuð hér á landi og er mjög vin­sæl. Hún er í lag­inu eins og litla kryddpaprik­an (chilli), en miklu stærri. Kryddpaprika  mynd­ar minni ald­in en venju­leg paprika en er mun bragðsterk­ari. 

Geymsla

Geymsluþol papriku er nokkuð mismunandi, grænar paprikur geymast betur. Besti geymsluhiti fyrir pakrikur er 10-15°C. Ef paprika er geymd í of miklum kulda þá linast hún fyrr.

Notkun

Paprikan er skoluð og stilkurinn, himnur og fræ fjarlægt (himnur og fræ eru nokkur bragðsterk). Síðan má skera hana í hringi og hafa sem álegg ofan á brauð, á ostabakkann eða salat. Einnig má hreinsa innan úr aldinunum, fylla þau með kjöthakki eða öðru góðgæti. Mjög gott er að grilla papriku á útigrilli. Í mörgun uppskirftum er paprika.

Má frysta Paprikur ?

Já, það tekst oftast vel. Skolið aldinin, skerið þau í tvennt og fjarlægið himnur og fræ. Skerið þau síðan niður í þunnar sneiðar eða litla teninga til að nota síðar í heita rétti eða salat.
Neyta þarf paprikunnar skömmu eftir að hún þiðnar því hún verður fljótlega vatnskennd ef hún hefur verið fryst. Einnig má skera aldinin í tvennt eftir að þau hafa verið hreinsuð og frysta í heilu lagi. Setjið fyllingu í hana fyrir frystingu eða um leið og aldinin eru tekin út og setjið beint í heitan ofn.

Hvaða hluta er hægt að borða ?

Allt er ætt nema stilkurinn, himnurnar og fræin, það er fjarlægt fyrir notkun.

 

Næringartafla

Ætur hluti 85 %
Innihald í 100 g
Vatn 91 g
Orkurík efnasambönd
Prótein 1.3 g
Trefjar 0.9 g
Kolvetni 6.6 g
Fita 0.5 g
kj 151
kcal 36
Steinefni
Járn 0.5 mg
Kalk 10 mg
Vítamín
A Ret. ein 299 µg
B1 - mg
B2 0.03 mg
Niacin 0.7 mg
C (askorbínsýra) 145 mg

Næringargildin hér að ofan eiga við rauðar paprikur. Örlítill munur er á milli lita en við völdum að gefa upp næringargildi vinsælasta litsins.

Paprikan er einkar rík af B- og C-vítamíni, rauð aldin innihalda þrisvar sinnum meira C-vítamín heldur en appelsínur og græn aldin tvöfalt meira. Í þeim er einnig mikið af A- vítamíni, steinefnum og trefjum. Paprika er hitaeiningasnauð. Vegna þess að græn paprika er tínd óþroskuð þá er minna af vítamíni en lí litaðri papriku

Senda ß vin

Loka