Stilksellerí geymist upprétt en í takmarkann tíma við > 2°C. Langmest er notað af því í Waldorfsalat með svínahamborgarahrygg á aðfangadagskvöld.
Besti geymsluhitinn er 0-2°C. Sellerí er mjög geymsluþolið og sé það geymt í réttu hitastigi getur það geymst í rúmlega 2 vikur við kjöraðstæður. Sellerí hættir mjög til að tapa vatni og þar með þyngd og þarf því að vera í miklum raka. Passið því að geyma það í plasti eða þeim umbúðum sem það er selt í.
Sellerí er afbragðsmegrunarfæði, ekki er mikil orka í máltíð sem samanstendur af sellerí, í kotasælu og tómatsafa. Einnig má hafa sellerí í allar gerðir af hrásalati, meðal annars er það mikilvægt hráefni í Waldorf-salat. Auk þess má sjóða eða smörsteikja en þannig bragðast það afar vel með lambakjöti eða fiski. Sellerí hefur þó nokkuð verið notað í ídýfur nú í seinni tíð.
Blaðstilkarnir eru losaðir hver frá öðrum og ½ cm skorinn af hvorum enda. Ef styrktarvefurinn er mjög trefjakenndur er hann fjarlægður.
Ætur hluti 75 %
|
|
Innihald í 100 g |
|
Vatn 94g
|
|
Orkurík efnasambönd |
|
Prótein 0.9 g
|
Trefjar 1.8 g
|
Kolvetni 3.1 g
|
Fita 0.1 g
|
kj 88
|
kcal 21
|
Steinefni |
|
Járn 0.3 mg
|
Kalk 40 mg
|
Vítamín |
|
A Ret. ein 18 µg
|
B1 0.03 mg
|
B2 0.03 mg
|
Niacin 0.3 mg
|
C (askorbínsýra) 9 mg
|
Sellerí er ríkt af trefjum, steinefnum og vítamínum en hitaeiningasnautt.