Sólskinstómatar

Gróður ehf. setti Sólskinstómata á markað vorið 2014 og hefur þeim verið afar vel tekið. Sérstaða þeirra er hin skemmtilega lögun sem minnir helst á litla rauða papriku. Þeir eru týndir alveg rauðir af plöntunni því þannig næst að hámarka bragðgæði tómatsins. Þeir henta í alla matargerð en eru bestir í einum munnbita með lokuð augun 😉
Geymsla
Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli. Besti geymsluhiti tómata er 10-12°C. Tómatar sem verða fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir, því er ekki gott að geyma þá í ísskápnum. Ekki er gott að láta tómata liggja nálægt blaðmeti (salati), gúrkum og öðrum afurðum. Mjög gott er að geyma tómata á eldhúsborðinu því þá getur heimilisfólkið nartað í einn og einn tómat. Krakkar borða grænmeti líka miklu frekar ef það er haft fyrir framan þau.
Notkun
Sólskintómatar eru mjög góðir sem hollustusnakk einir og sér. Þá má líka nota í allskyns salöt og ýmsa rétti.
Má frysta tómata?
Já, en hafa verður í huga að eftir frystingu er einungis gott að nota þá í soðna rétti á sama hátt og niðursoðna tómata.
Hvaða hluta er hægt að borða?
Allur tómaturinn er ætur nema bikarblöðin sem er ávallt búið að taka af íslenskum tómötum áður en þeir koma í verslanir.



Innihald í 100 g | Vatn 94 g |
---|
Næringargildi í 100 g | |
---|---|
Orka | 74 kj |
17 kcal | |
Fita | 0,3 g |
Þar af mettuð | 0 g |
Kolvetni | 2,1 g |
Þar af sykurtegundir | 2,1 g |
Trefjar | 1,8 g |
Prótein | 0,8 g |
Salt | 0 g |
NV* | ||
---|---|---|
C vítamín | 15,8 mg | 20% |
* Hlutfall af næringarviðmiðunargildum