Kj˙klingur me­

sveppa- og jar­arberjasalati

Kj˙klingur me­

4 kjúklingabringur
1 tsk óreganó, þurrkað
nýmalaður pipar
salt
3 msk olía
Sveppasósan:
500 g sveppir, helst litlir
1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 tsk ferskt rósmarín, saxað (má sleppa)
500 ml matreiðslurjómi
1 ostarúlla með blönduðum pipar frá Ostahúsinu
Jarðarberjasalatið:
½ poki Íslandssalat
250 g íslensk jarðarber
3 msk góð ólífuolía
2 tsk hvítvínsedik
1 tsk dijon-sinnep
nýmalaður pipar
saltKjúklingabringurnar kryddaðar með óreganó, pipar og salti og steiktar í 1 msk af olíu við meðalhita í 7-9 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þær eru rétt steiktar í gegn (gott að skera í eina þeirra til að athuga hvort þær eru tilbúnar). Á meðan eru 2 msk af olíu hitaðar á annarri pönnu og sveppirnir látnir krauma smástund ásmt hvítlauk og e.t.v. rósmaríni. Rjómanum hellt yfir og hitað að suðu. Látið malla smástund og síðan er ostarúllan skorin í bita og hrært saman við. Látið malla þar til osturinn er alveg bráðinn og sósan hefur þykknað dálítið. Saltað ef þarf. Salatið sett í skál. Jarðarberin skorin niður og blandað saman við. Ólífuolía, edik, sinnep, pipar og salt hrist eða hrært saman, hellt yfir salatið og blandað vel. Kjúklingabringurnar settar á diska ásamt salati og sveppasósu.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka