Plˇmutˇmatabaka

og ferskur mozzarella

Plˇmutˇmatabaka

250 g frosið smjördeig
5-6 plómutómatar, þroskaðir
óreganó, þurrkað
nýmalaður pipar
salt
1 msk rautt pestó
1 egg
1 kúla ferskur mozzarella-osturOfninn hitaður í 200°C. Deigið látið þiðna á eldhúsbekknum (það tekur 20-30 mínútur) og síðan flatt út þar til það er nægilega stórt til að þekja meðalstórt bökumót. Sett yfir mótið, þrýst létt niður og brúnirnar snyrtar með beittum hníf. Tómatarnir skornir í tvennt eftir endilöngu og skurðflöturinn kryddaður með svolitlu óreganói, pipar og salti. Bökudeigsbotninn smurður með rauðu pestói og tómötunum raðað ofan á. Deigbrúnirnar penslaðar með eggi og svo er osturinn rifinn í litla bita, þeim blandað saman við afganginn af egginu og þessu síðan dreift á milli tómatanna. Sett í ofninn og bakað í um 30 mínútur. Bökuna má bera fram heita eða kalda, t.d. með grænu salati.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka