Fr÷nsk tˇmatbaka

lj˙ffeng og gˇ­

Fr÷nsk tˇmatbaka

200 g hveiti
90 g smjör, skorið í bita
1 egg
3 msk sýrður rjómi (helst 36%) eða rjómi
1 msk dijon-sinnep
8 tómatar, vel þroskaðir
nýmalaður pipar
salt
nokkrar greinar af fersku timjaniHveiti og smjör sett í matvinnnsluvél og hún látin ganga smástund. Egginu bætt út í og vélin látin ganga þar til unnt er að hnoða deigið saman. Svolitlu hveiti bætt við ef deigið er of lint, köldu vatni ef það er of stíft. Vafið í plast og kælt í hálftíma. Ofninn hitaður í 180°C. Deigið er svo flatt þunnt út (gott að breiða bökunarpappír undir og fletja það út á honum), lagt yfir meðalstórt bökuform eða lausbotna form, þrýst létt niður og barmarnir snyrtir. Sýrðum rjóma og sinnepi blandað saman og smurt á botninn. Tómatarnir helmingaðir, fræin skafin úr þeim með teskeið og þeir síðan skornir í sneiðar eða geira sem raðað er á bökubotninn. Kryddað með pipar og salti, blöðin strokin af timjangreinunum og dreift yfir, og bakað í 40-45 mínútur, eða þar til tómatarnir eru byrjaðir að taka lit.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka