Sveppajafningur

me­ timian og sinnep

Sveppajafningur

500 g sveppir
50 g smjör
1/4 lítill laukur, saxaður smátt
1/2 tsk þurrkað timjan
1 msk hveiti
250 ml rjómi
1 msk sojasósa
1 tsk. sætt sinnep
hvítur pipar
e.t.v. salt (en munið að sojasósan er sölt)Sveppirnir skornir í sneiðar og látnir krauma í smjörinu ásamt lauk og timjani í nokkrar mínútur. Þá er hveitinu stráð yfir, hrært vel og síðan er rjómanum hellt saman við smátt og smátt og jafningurinn bakaður upp. Bragðbætt með sojasósu, sinnepi, pipar og salti og látið malla rólega í 8-10 mínútur. Hrært öðru hverju. Ef jafningurinn verður of þykkur má þynna hann með meiri rjóma eða mjólk. E.t.v. bragðbætt með meiri sojasósu og sinnepi eftir smekk.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka