Minestrone súpa

Blandað grænmeti

Höfundur: Nanna Rögnvaldardóttir

Innihaldslýsing:
  • 2 msk olía
  • 1 laukur, saxaður
  • 1-2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 2-3 gulrætur, þunnt sneiddar
  • 2-3 sellerístönglar, þunnt sneiddir
  • 2 paprikur, skornar í bita
  • 500 g tómatar, saxaðir
  • 1 msk ferskt timían, saxað, eða 1 tsk þurrkað
  • Nýmalaður pipar
  • Salt
  • 1 ltr vatn
  • 1 msk grænmetiskraftur
  • 250 g blómkál, saxað
  • 250 g spergilkál, saxað
  • 100 g pastaslaufur
Leiðbeiningar:

Olían hituð í potti og laukur og hvítlaukur látinn krauma við meðalhita í smástund án þess að brúnast.

Þá er gulrótum, sellerí, paprikum, tómötum, timían, pipar og salt bætt út í og látið krauma í nokkrar mínútur.

Vatni og grænmetiskrafti bætt í pottinn, hitað að suðu og látið malla í 15-20 mínútur undir loki.

Blómkáli, spergilkáli og pasta bætt út í og látið malla í 8-10 mínútur í viðbót, eða þar til grænmetið og pastað er meyrt.

Smakkað og bragðbætt með pipar og salti eftir smekk.