Klettasalat me­ pasta

sˇl■urrku­um tˇm÷tum

Klettasalat me­ pasta

250 g pasta, t.d. fiðrildi
salt
10-12 sólþurrkaðir tómatar í olíu
4 msk ólífuolía (gott að nota olíu af tómötunum)
1 msk sítrónusafi
nýmalaður pipar
salt
1 poki íslenskt klettasalatPastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum, eða þar til það er rétt tæplega meyrt. Hellt í sigti og látið renna vel af því en síðan hvolft í skál. Tómatarnir saxaðir og þeim hrært saman við. Olía, sítrónusafi, pipar og salt hrist saman, hellt yfir og blandað og að lokum er klettasalatið rifið gróft og blandað saman við á meðan pastað er enn heitt. Látið standa nokkra stund og síðan borið fram, volgt eða kalt.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka