Steikt hn˙­kßl

me­ oregano

Steikt hn˙­kßl
2 íslenskt hnúðkálshöfuð (einnig má nota rófur)
salt
3 msk ólífuolía
1-2 hvítlauksgeirar
nýmalaður pipar
1 tsk herbes de provence eða óreganó


Hnúðkálið snyrt, afhýtt ef það er ekki nýupptekið, og síðan skorið í um 1 cm þykkar sneiðar. Vatn hitað í potti, saltað og síðan eru hnúðkálssneiðarnar forsoðnar í 3-4 mínútur. Teknar upp og látið renna af þeim á eldhúspappír. Olían hituð á stórri pönnu. Hvítlaukurinn saxaður smátt og látinn krauma í 1/2 mínútu og síðan eru hnúðkálssneiðarnar settar á pönnuna, kryddaðar með kryddjurtum, pipar og salti og látnar krauma við meðalhita þar til þær hafa tekið góðan lit og eru meyrar. Bornar fram með salati eða fersku grænmeti og e.t.v. sósu úr sýrðum rjóma eða jógúrt, söxuðum vorlauk og kryddjurtum.
Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir

Senda ß vin

Loka