Rˇfuborgari

me­ paprikusalsa

Rˇfuborgari

1 stór rófa
1 hvítlauksrif
8 basilíkublöð
4 stönglar steinselja
4 msk. heslihnetuolía
salt og nýmulinn pipar
4 þroskaðir tómatar
200 g niðurlögð rauð paprika
½ rauður chili-pipar
fræ úr ¼ af granatepli
10 pistasíuhnetur
8 msk. kotasæla
hrökkbrauð
grænkálsblöð


Rófan skræld og skorin í fjórar álíka þykkar sneiðar. Hvítlaukur og kryddjurtir maukað vel saman og heslihnetuolíunni bætt við. Helmingnum af maukinu smurt á rófurnar, saltað og piprað.
Rófusneiðar og tómatar bakað í u.þ.b. 15 mínútur í 200°C heitum ofni. Paprika og chili-pipar saxað niður og granateplafræjum blandað saman við. Hinum helmingnum af kryddjurtamaukinu hrært saman við kotasælu.
Pistasíuhnetur ristaðar og muldar gróft. Grænkál bakað við 130°C í u.þ.b. 15 mínútur eða þar til það er orðið stökkt. Setjið hrökkbrauð á disk og helminginn af paprikusalsanu á kexið, síðan rófuna, þá bakaða tómatinn og kotasæluna.
Setjið restina af paprikusalsanu  til hliðar, dreifið pistasíuhnetunum yfir og að lokum stökku grænkálinu.

Höfundur uppskriftar
Sveinn Kjartansson

Sjá einnig fleiri uppskriftir og annan fróðleik á www.rofa.is

 

Senda ß vin

Loka