Kraftmikil kjúklingasúpa

Með núðlum og grænmeti

Höfundur: Sigurveig Káradóttir

Innihaldslýsing:
  • 700 g kjúklingabringur
  • 4-5msk tómatpúrra
  • 4-5 msk sojasósa
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 150 g laukur
  • 150 g gulrætur
  • 100 g sellerí
  • 1 sæt paprika
  • 2 rauð chili
  • 3-4 hvítlauksrif
  • Þumlungsstór biti af fersku engifer
  • 1 tsk kanill
  • 200 g rófur
  • 1 dós kókosmjólk
  • 500 ml kjúklingakraftur
  • 3-4 vorlaukar ef vill
Leiðbeiningar:

Kjúklingabringurnar skornar í fremur litla bita og settar á fat ásamt sojasósu, tómatpúrru og hvítvínsediki. Leyft að liggja og marinerast meðan annað hráefni er haft til.

Grænmetið skorið í litla bita og sett í pott ásamt ólífuolíu og örlitlu sjávarsalti.
Látið linast ögn á lágum hita, þó án þess að taka lit.

Þá er hækkað undir pottinum og kjúklingnum bætt útí ásamt marineringunni.
Þegar hann hefur tekið lit á öllum hliðum er kókosmjólk og kjúklingakrafti bætt saman við og hitinn lækkaður að nýju.

Látið malla við meðalhita á meðan núðlur eru soðnar.
Smakkað til undir lokin og meiri sojasósu og kryddi bætt við ef þarf.

Núðlurnar settar í skál, súpan yfir og smátt söxuðum vorlauk bætt við ef vill.