Fyrir 3-4
900 gr rófur
4 -5 msk. ólífuolía
150 gr. laukur
100 gr. sellerí
1 líter kjúklingakraftur/grænmetiskraftur
2 tsk. kúminfræ
1-2 tsk. turmerik
1/4 -1/2 tsk. cayennepipar
Hvítur pipar
Sjávarsalt
200 ml. rjómi ef vill - þeyttur
Laukurinn og selleríið skorið smátt og sett í pott ásamt ólifuolíunni og örlitlu sjávarsalti.
Látið glærast við meðalhita, en þá er smátt söxuðum hvítlauk og kúminfræjum bætt saman við ásamt smátt skornum rófunum.
Kraftinum bætt í pottinn ásamt lárviðarlaufum og kryddum.
Látið malla þar til allt er orðið meyrt.
Þá eru láviðarlaufin veidd upp úr, súpan maukuð og smökkuð til.
Krydduð meira ef þurfa þykir og þeyttum rjómanum bætt saman við rétt áður en súpan er borin fram.
Höfundur uppskriftar
Sigurveig Káradóttir