Paprikus˙pa

krafmikil og rÝfur Ý

Paprikus˙pa

Tilvalin til að hrista burt kvef og slen!

3-4 msk. ólífuolía
1,5 kg. rauð paprika
2-3 rauð chilli
300 laukur
200 gr. sellerí
2 hvítlauksrif
6-700 ml. grænmetissoð
3-4 lárviðarlauf
2 msk. kúmin (caraway)
1/2 - 1 tsk. cayenne pipar

Sjávarsalt
Hvítur pipar


Paprikan er fræhreinsuð og skorin í meðalstóra bita ásamt lauk og sellerí.

Þess minni sem bitarnir eru, því fyrr síður grænmetið.

Sett í pott ásamt ólífuolíu og 1 tsk af sjávarsalti.

Leyft að linast við meðalhita um stund. Þá er hvítlaukur og rautt chilli skorið í bita og bætt saman við ásamt kúminfræjunum, cayenne pipar og hvítum pipar.

Grænmetissoðinu bætt í pottinn ásamt lárviðarlaufum og þessu leyft að sjóða vel saman þar til allt grænmetið er orðið lint.

Þá eru lárviðarlaufin veidd úr pottinum, súpan maukuð, hituð að nýju og smökkuð til með salti og pipar.

Höfundur uppskriftar
Sigurveig Káradóttir

 

Senda ß vin

Loka