Heilsa og lÝfstÝll

LÝkams■yngdar- stu­ullinn

LÝkams■yngdar- stu­ullinn
Er rétt fyrir þig að skoða einhverjar töflur þar sem hæð þín og þyngd eru bornar saman? Við getum nefnilega verið mjög misjöfn að þyngd þrátt fyrir sömu hæð en verið samt í kjörþyngd. Við erum nefnilega með misstóra vöðva og bein og öll erum við ólík.
Hér áður var oft notast við kjörþyngdartöflur en margir féllu illa inn í þann ramma þrátt fyrir að vera hvorki mjög feitir eða mjög grannir.
 
Síðustu ár hefur verið notast við aðra aðferð sem kallast á ensku „body mass index” eða BMI. Þessi stuðull hefur verið kallaður á íslensku líkamsþyngdarstuðullinn. Hann er reiknaður þannig að þyngdinni í kílógrömmum er deilt með hæðinni í metrum í öðru veldi.
 
BMI=
þyngd
hæð 2
Aldur
Vannæring
(auka þarf
þyngdina)
Heilbrigði
Ofeldi
(aukin
dánartíðni)
Offita
(Verulega aukin
dánartíðni
Yfir 35 ára
BMI undir 19
BMI: 19 - 26
BMI: 27 - 30
BMI yfir 30
18 - 34 ára
BMI undir 19
BMI: 19 - 24
BMI: 25 - 30
BMI yfir 30
 
Þessi stuðull er mikið notaður til að hægt sé að gera sér betur grein fyrir áhættuþyngd. Þegar þyngdin er komin yfir stuðulinn 30 er um offitu að ræða. Þá er einstaklingurinn kominn í áhættuhóp fyrir ýmsa sjúkdóma. Einstaklingar eru taldir vera í kjörþyngd ef líkamsþyngdarstuðullinn er á bilinu 19-26 (en fer líka eftir aldri eins og sést í töflunni hér að ofan).
Þessi rammi (19-26) er nokkuð víður. Tökum dæmi. Kona sem er eldri en 35 ára og er 165cm á hæð telst vera í heilbrigðri þyngd ef hún er á milli 52kg og 73kg. Kjörþyngdartöflurnar sem notaðar voru áður en líkamsþyngdarstuðulinn kom til tals voru með mun þrengri þyngdarramma. Á þessum tölum sjáum við að það er ekki til ein þyngd sem er kjörþyngd fyrir 165 cm háa konu heldur getur munað 20 kg á konum sem eru jafnháar en báðar eru þær í kjörþyngd.
 
Það er mjög mikilvægt að halda sér í kjörþyngd vegna aukinnar áhættu á sjúkdómum bæði þegar einstaklingar eru fyrir ofan kjörþyngd og fyrir neðan hana.

Á heimasíðu matvæla og næringafélags íslands er hægt að láta reikan út kjörþyngd og BMI stuðul.
Sjá nánar hér www.mni.is
 
En hvernig er best að koma sér í kjörþyngdina og halda henni?
Lestu þá grein sem heitir kjörþyngdin.
 
Höf:
Alma María Rögnvaldsdóttir
Hjúkrunarfræðingur
Til baka Senda ß vin

Senda ß vin

Loka